2.3.2007 | 10:08
Myrkfælni og afmæliskveðja
Ég ætla nú ekki að skrifa mikið núna enda með endemum löt. Langar samt svolítið til að skrifa um myrkfælni. Þannig er að ég hef allt af verið myrkfælinn þó svo það hafi nú aðeins lagast. Þegar ég er úti í myrkri þá finnst mér allt þrengja að mér og jörðin undir fótum mér koma á móti mér og ég fæ ekki andað. Þetta er líkt og innilokunarkennt sem ég hef líka en vissi ekki af fyrr en ég var fullorðin að ég hefði. Sennilega út af því að ég hafði aldrei lent í þeirri aðstöðu að vera inni á mjög þröngum og lokuðum stað sem barn. En með myrkfælnina, þar sem örlítið ljós er hverfur þessi innilokunartilfinning og annað tekur við sem er jafnóþægilegt. Mér finnst alltaf eitthvað vera í kring um mig og að í öllum dimmum skotum leynist eitthvað sem mun koma illa fram við mig. En það skrýtna er að mér nægir að hafa einhvern hjá mér til þess að þessi óþægindi hverfi. Það nægir ekki að hafa hund en barn sem er orðið það stálpað að það geti talað er nóg. Já ég veit ég er og verð alltaf svolítið (já bara svolítið) skrítinn. En ef ég hef einhvern til að halda í höndina þá get ég labbað um dimmar götur og stíga án þess að finn svo alvarlega til myrkfælninnar. Hvað veldur því að sumir verða myrkfælnir og aðrir ekki. Stelpurnar mínar eru mjög myrkfælnar en strákurinn ekki og þurfti ég stundum að senda strákinn að sækja þær ef komið var myrkur. Svo með börnin hennar Guðrúnar, þar er strákurinn sem er aðeins fjögurra ára, hrikalega myrkfælinn en stelpan sjö ára finnur ekki fyrir því.
Jæja ég ætla ekki að skrifa meira um þetta en það er komið að afmælisbarni dagsins.
Þórunn Día á afmæli í dag og óska ég henni til hamingju með daginn.
Athugasemdir
hæ múttan mín
er ekki skrítið að við sem íslendingar séum myrkfælnar og höfum alist upp í rökkri?!
mútta mín er þú værir ekki skrítin þá væri eitthvað að mér! alveg stórskrítin skrúfa hérna!
xxxx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 12:35
já myrkfælnin hefur alltaf verið þér erfið og oft skyldi ég það ekki,en ég var bara myrkfælinn inni en úti leið mér vel þó að myrkur væri, þú ert ekki skrítnari en margir aðrir,en þó,,, kannski ert þú bara þessi Ella ,því við hin í familíuni erum öll hver öðriu skrítnara og líður bara vel með það .stórt knús og þúsund kossar
Laugheiður Gunnarsdóttir, 3.3.2007 kl. 10:02
Amma okkar hafði mikla innilokunarkennd. Hún gekk frekar en að fara í liftu. Svo var hún skyggn en það hræddi hana svo hún bað um að þetta væri tekið af henni og hún var bænheyrð í því. Ég var ekki myrkfælin en í kjallarann í Jónshúsi fór ég helst ekki ein.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.3.2007 kl. 22:41
myrkfælni hvað er það
Ólafur fannberg, 5.3.2007 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.