28.2.2007 | 09:06
Bara nokkuð róleg núna
Alltaf þegar ég stend í stað og finnst lífið eitthvað snúið þá kemur til mín eitthvað sem leiðir mig áfram. Stundum fólk, stundum draumar, stundum les ég eitthvað á netinu eða í blöðum, en oftast eru það bækur. Ég kýs að kalla þetta lykill að gömlum og nýjum dyrum og fyrir innan dyrnar er yfirleitt það sem ég þarfnast þá og þá stundina. Stundum eitthvað sem ég hef gegnið í gegn um áður eða lesið og var búinn að gleyma eða eitthvað nýtt sem vekur mig af dvala og kemur mér áfram. Við erum full af allskonar tilfinningum sem eiga allar fullan rétt á sér en þær þurfa að finna sinn jafnvægispunkt og við þurfum að vera vakandi. Og spyrja okkur sjálf hvort þær séu tilvistarlegar eða bara hrein taugaveiklun, hefta þær okkur eða þroska? Þegar og ef við komust að niðurstöðu þá er að takast á við tilfinninguna sem getur verið snúið allt eftir hvert viðhorf okkar er til viðkomandi atviks sem vakti þessa tilfinningu. Lífið hefur og mun alltaf hafa sinn upp og niðurgang (þá á ég ekki við þann sem kemur út um viss líkamsop)
Lykillinn sem ég fékk núna er bók sem hafði verið í láni hjá Guðrún og ég aldrei lesið að fullu. Þegar hún kom firrst í mínar hendur fann ég mig ekki í henni og lagði hana til hliðar. En nú höfðar hún til mín og er ég að lesa hana núna. Þetta er bókin Á förnum vegi og eru valdir kalar eftir höfundinn M.Scott Peck Stutt lýsing á bókinni er sú að maður uppgötvar lífið í víðara samhengi. Ég ætla ekki að fara neitt nánar út í þessa bók þið verðið bara að lesa hana.
Það má eiginlega segja að ég hafi fengið fleiri en einn lykil. Á þessar heimasíðu hér fyrir neðan dró ég kort og spurði hvort heilsa mín færi nú ekki að koma til og ég dró þetta kort.
Næstum sagt slappaðu af og dinglaðu þér og lifðu í núinu.
Eins og þið sjáið þá er arg tímabilið búið í bili
Athugasemdir
haha hæ múttan mín var að lesa þetta að neðan!!
hmm nei auðvitað móðgast ég ekki.... bíddu bara! hehe knús
en það er gott að þér líður betur! vildi geta verið þarna hjá þér og haldið þér félagsskap, þá getum við verið eirðarlausar saman hahaaha
knús!
x
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 09:16
innlitsknús
Ólafur fannberg, 28.2.2007 kl. 09:19
hey ef þú færð þetta áður en þú ferð af netinu, viltu þá hringja, bara svona smá prufa hehe
knús
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 09:56
´Eg hef alltaf sagt að þú sért gömul sál. Finn það betur á skrifum þínum.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.2.2007 kl. 10:47
Já hún systir mín er gömul og vitur sál,leitandi og finnur oft eitthvað sem kemur henni og okkur hinum að gagni tilfiningarlega.Og á eftir að skemmta okkur á þessu bloggi,gott systa mín að líðannin sé eitthvað betri í dag,langar oft að fljúga til Noregs og knúsa þig kannski þeir fari að fljúga beint fra Akureyris til Osló einhvern fagran sumardag aldrei að vita.knús og hressar kveðjur litla systir.
Laugheiður Gunnarsdóttir, 1.3.2007 kl. 11:45
ég þakka ykkur öllum fyrir innlitið og fallegar orð. Heiða ert þú ekki innundir hjá þeim þarna á flugvellinum, getur þú bara ekki komið þessu að hjá þeim.
Unnur Guðrún , 2.3.2007 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.