22.2.2007 | 09:04
Afmæliskveðja og fleirra
Afmæliskoss til afmælisbarns dagsins Herra Ragnar Bollason.
Til hamingju með daginn Raggi minn.
Ég held að allir sem hafa einhvern tíman spilað tölvuleiki sem börn mund eftir því að tungan lafði út um munnvikið og ef eitthvað átti að hoppa í tölvuleiknum hoppaði sá sem var að spila eða vippaði fjarstýringunni upp eins og það hjálpaði eitthvað. Og um næturnar dreymdi viðkomandi tölvuleiki og talaði upp úr svefni um það sem var að gerast í leiknum. "passaðu þig, hoppaðu núna, ekki fara þarna, %&//(/(/%%%##, (óhæft til birtingar) o.s.fr. . Jæja nú er ég að upplifa aðra kinnslóðina af þessu fyrirbrigði. Róbert og Rakel voru að komast í tæri við nýjan tölvuleik sem felst í því að keyra kappakstursbíla í keppni, og þetta er nokkuð flókið fyrir börn á fjögurra og sjö ára aldir. Þau þurfa að nota allt að 6 skipanir sem eru allar mjög kvikar eða það má ekki mikið til að bíllin fari út af brautinni og klessir á allt og alla. En það er nú mesta fjörið allavega hjá þeim yngri. Stóra systir var mjög hneyksluð á keyrslulagi litla bróður þangað til hún fékk að prófa sjálf og átti í mestu erfiðleikum með að gera ekki það sama. Ég fer ekkert út í það þegar amma og mamma fóru nú að spreyta sig á þessu þá gekk nú ekkert minna á. Og læt ég þar við sitja með frásögn af okkur tveim. Það var mjög erfitt að fara sofa um kvöldið fyrir Róbert hann vildi spila áfram en mamma var mjög ákveðinn og sagði að nú væri komið nóg. Guðrún sagði mér svo að hann hafi verið að tala upp úr svefni í alla nótt um leikin og vaknaði um 5 leitið fyrst og iðaði allur í sófanum (þau sváfu í sófanum hjá mér) og vildi fara að spila. Enn sagði mamma nei og var svo leiðinleg og sagði honum að fara að sofa aftur. (úff erfið mamma) jæja hann sofnaði nú aftur en vaknaði um 6 leitið aftur allt fór á sömu leið mömmu var ekki haggað fyrr en kl 8:30. Talandi um erfiða nótt, og mömmu.
Athugasemdir
hahahahaha greyið Robbi rúsína
knús
x
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 10:04
Hæ hæ Unnur - Takk fyrir commentið og hlý orð um síðuna mína. Vertu ávallt velkomin þar
Júlíus Garðar Júlíusson, 22.2.2007 kl. 16:53
Hæ hæ Unnur, Helga hér..gömul vinkona Guðrúnar . Við vorum að emailast hún og ég fyrir nokkrum árum en það datt svo uppyrir sökum leti ..
Ég bið kærlega að heilsa henni og þú mátt skila til hennar að ég fari að emaila henni á næstu dögum, væri gaman að halda sambandinu gamla . Sorry að ég treð mér hingað inn á síðuna þína,, hefði þessvegna getað sent henni bara email.. hehe en ég vildi líka kvitta fyrir komu mína hingað.
Kveðja Helga úr mosó :)
Helga (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:43
Fjör hjá ykkur Unnur mín. Gott að Guðrún er svona ákveðin í þessu. Knús
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.2.2007 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.