19.2.2007 | 12:41
Dóp, dóp, dóp og meira dóp
Jæja kominn tími að skrifa svolítið, ég skrifa ekkert um helgar þar sem tölvan er þétt setin á þeim dögum.
Ég hef geta sofið endalaust og verið orkulaus í langan tíma svo ég fór í blóðprufu á mánudaginn síðasta. Og um átta leitið á fimmtudagskvöld hringdi læknirinn minn í mig og sagði að ég þyrfti að auka skjaldkyrtilslyfin mín og með þeirri aukningu er ég búinn að auka skammtin um 80% síðan ég flutti hingað fyrir þremur árum. Ég er búinn að taka tvöfaldan skammat síðan á föstudag og viti menn ég vakna á morgnana og sef ekki fjóra til fimm tíma á daginn, undur og stórmerki.
Guðrún byrjaði að flytja á sunnudaginn og er meiningin að taka restina í dag mánudag. Ef hún fær þá sem lofuðu að hjálpa til að koma en það brást eitthvað á sunnudaginn og var hún, Gunnar og vinkona hennar að baksa við þetta ein á sunnudaginn. En þetta kemur allt í rólegheitunum.
Guðrún var í 40 afmæli á laugardaginn svo Rakel og Róbert voru hjá mér yfir helgina. Það gekk bara fínt, þetta er í fyrsta skipti sem þau eru hjá mér eftir aðgerðina.
Um kvöldið þá þurfti Rakel endilega að fá að hringja í mömmu sína og segja henni að koma því hún þurfti svo mikið að tala við hana. Ég sagði henni að hún væri nú í afmæli og það væri nú ekki fallegt að skipa henni að koma heima af því að hún þyrfti að tala við hana. Þá kom svolítill stútur, svo ég spurði hana hvort mamma mætti þá gera það sama þegar hún er í afmæli hjá vinkonum sínum. Hún hugsaði lengi og sagði síðan, "nei það vil ég ekki, ég verð bara að tala við hana á morgun,,. Svo þetta gekk fínt og sofnuðu við öll í svefnsófanum fyrir klukkan 10. Daginn eftir fórum við í skógartúr en það varð erfiðara en ég hélt þar sem það var svo mikil þíða að snjórinn var hálf bráðnaður og vont að ganga. Ég tók nokkrar myndir frá þeim túr. Allan tíman var Rakel mjög upptekin af flutningunum og vildi vera með í að flytja og bera kassa. Amma gamla sagði nú bara " við sjáum til,,. Eftir að heim var komið og búið að fá sér að borað fór Gunnar til Guðrúnar og eins og hans er vani fór hann bara út án þess að segja orð. Þegar Rakel uppgötvaði að hann var farinn varð hún alveg æf og þusaði og röflaði yfir því að hún gæti sko alveg hjálpað við flutninga. En róaði sig niður eftir smá stund og fór í tölvuna í tölvuleik.
Eftir að Gunni og Guðrún komu heim og mikið búið að skrafla við þau hvarf Rakel (hún er mjög athafnasöm stúlka) og héldum við bara að hún væri að leika undir rúminu mínu eins og hún gerir stundum. Allt í einu heyrum við hrópa hátt "Mamma komdu aðeins,,. "æ ég er svo þreytt,, sagði mamma. "Já en ég er föst,,. Þá var hún inn á baði og sat föst í óhreinatauskörfunni.
Það fór mikið minna fyrir Róbert en nokkurtíman henni hann dundaði sér í tölvunni og við eigin leiki.
Það er vetrarfrí í skólanum svo hún, Róbert og Guðrún verða hérna hjá mér meira og minna út vikuna. Það verður fínt að hafa þau. Lífgar upp á tilveruna.
Athugasemdir
Þetta hefur verið fjör.Föst í körfunni. Ja, hérna. Farðu vel með þig.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.2.2007 kl. 16:30
alltaf sama fjörið á þínum bæ,elsku systa mín, og nærð alltaf að snúa þessum litlu skæruliðum að þínum ráðum farðu vel með þig og þúsund kossar og knús
Laugheiður Gunnarsdóttir, 19.2.2007 kl. 20:45
HAHAHAHAHAHA!!! föst í körfunni haha!
knús múttan mín!! hvar eru myndir af þér?
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.