Úr einu í annað

 

trommaJæja nú er komið að afmælisbörnum dagsins en Steini bróðir á afmæli í dag og Ragga sambýliskona Ármanns bróður. Og óska ég þeim til hamingju með daginn. HeartKissing

Ég leigi í tvíbýlishúsi og eru eigendur hússins í hinni íbúðinni. Nú er ég að passa köttinn þeirra þar sem þau eru í heimsókn í Tælandi en frúin er þaðan. Þau fóru í morgun og koma aftur í 10 mars. Ég passaði köttinn líka í fyrra og hann er alveg yndislegur  hann byrjaði á að skoða íbúðina í krók og kima og nudda sér upp við allt sem hægt var að nudda sér upp við. Hann er óskaplega hrekkjóttur samt og frekur (ef hægt er að kalla dýr það?) Ég á að sitja með hann í fanginu og klapp honum og klóra. Og gardínurnar eiga að vera renndar frá og ekkert drasl eins og blóm og fínerí í gluggum, því hann vill sitja á gluggakistunni og sjá út. Svo stekkur hann á mann ef maður sigur í rólegheitunum og horfir á sjónvarpið, heimtar athygli. En svo er þetta svo mikið krútt að maður getur ekki skammað hann. Stundum fæ ég nóg af honum og set hann inn til sín eða út. Púff...... 

Ég er óttaleg hæna og hef verið myrkfælin alla æfi þó svo það sé aðeins farið að minka. Um daginn ætlaði ég að vera rosa hugrökk og fara í göngutúr þó svo það væri örlítið farið að rökkva. Ég klæddi mig sem tók svolítinn tíma, lengri tíma en ég reiknaði með. Þegar ég kom út var orðið aðeins meira myrkur en ég reiknaði með en ég beit á jaxlinn og gekk af stað. Það eru nú ljósastaurar á miljónmetramillibili (fyrir myrkfælna) og svo er niðdimmur skógurinn allt í kring. RRrrrrrrrrr . Ég gekk alla leið út að póstkassa sem er ekki meira en í s.a. 100 skrefa fjarlægð. Og hvað haldið þið að ég mæti þá þarna á miðri götu, og ég sem var orðin svo hugrökk og alveg til í að ganga miklu lengra. Jú ég mætti stærðar elg, ekki meira en í fjögra fimm metra fjarlægð. Hann var álíka hræddur við mig og ég við hann. Hann hljóp sinn veg, en þetta var alveg nóg fyrir mig ég fór ekki lengra í þetta skiptið og gekk eins hröðum skrefum og mér var unnt heim aftur og hjartað alveg komið niður í brækur.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Elsku Unnur mín þú ert og verður alltaf mykrfælin af hverju ertu að kvelja þig svona,man þegar við vorum litlar (minni) þá fannst þér alltaf vegurinn koma upp á móti þér þegar við löbbuðum í myrkri.Aumingja elgurinn heldur þú að hann sé búinn að ná sér,ég er vissum að þú hefur flogið heim og lokað vel á eftir þér.Og ef afmælisbörninn lesa þetta þá til hamingju með daginn bæði tvö. knús og kvitt

Laugheiður Gunnarsdóttir, 15.2.2007 kl. 11:21

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég er nú ekki hissa þó þér hafi brugðið. Ekki mætir maður stórum elgdaglega. Minnsta kosti ekki hér.

Kisa er bæði stjórnsöm og ágeng heyrist mér og svo líka ómótstæðileg. Gaman að heyra hvernig ér hjá þér. Ég vissi t.d ekki að þú leiðgðir hjá þessu fólki og það væri   í hinni íbúðiini í húsinu.  Vissi heldur ekki að Ragga ætti afmæli.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.2.2007 kl. 18:15

3 identicon

HAHAHAHAHA   þetta er eitthvað sem ég mundi gera líka mútta mín, er myrkfælin eins og þú hahaha!!

anyway til hamingju með afmælin Ragga og Steini!

knús til þín mútta mín luv ya!!

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 05:43

4 Smámynd: Unnur Guðrún

Elsku krúsidúllurnar mínar takk fyrir innlidið. Ef Kiwi les þetta en hún er nýr bloggvinur. þá vantar mig lykilorðið þitt til að geta lesið hjá þér líka. þú getur sent það á unnur60@yahoo.co.uk

Unnur Guðrún , 16.2.2007 kl. 14:00

5 Smámynd: Margrét M

he he.. aumingja elgurinn ..hann hefur farið heim og sagt svipaða sögu og þú ..

Margrét M, 16.2.2007 kl. 14:29

6 Smámynd: Margrét M

aðrar víddir ...flottar myndir ... hvaðan koma þær ...

Margrét M, 16.2.2007 kl. 14:32

7 Smámynd: Unnur Guðrún

Margret, myndirnar koma flestar frá dagatali en sum eru frá nýju tarot prógrammi sem er verið að starta og hægt að fá demo af því ókeipis. Man ekki slóðina í augnablikinu en get nú kannski haft upp á henni.

takk fyrir ynnlitið og já elgurinn hefur þurft áfallahjálp eftri allt þetta

Unnur Guðrún , 16.2.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband