Leikskólinn

 

Hérna er smá af leikskólanum Hundraðmetraskógi

Leikskólinn sem ég starfa í er fimm deilda leikskóli með tvær yngri deildir, börn á aldri eins til þriggja ára og þrjár eldri deildir með börnum á aldri þriggja til seks ára. Deildin sem Róbert er á er svokölluð útideild en sú deild er staðsett upp í fjalli umvafin skógi. Þar hafa þau stórt tjald eins og indíánatjöldin í kúrekamyndunum. Inn í þessu tjaldi er svo viðarkynnt eldavél sem hitar upp og hreindýraskinn á gólfinu,  einnig er þarna útikamar.

(útideildin heitir Petter Sprett (kaniknka á ísl.))Hinar deildarnar heita Kastanjeslottet þar býr ugla, Bjørnehjørnet þar býr ole brum (bangsimon), tigergutt (tígri)og nassenøff(gríslingur)

 útideildinpottur á hlóðumnamm

(hér sést aðeins í tjaldi og hlóðarpottin)

Þrisvar í viku klukkan 9:30 fara 18 krakkar og 3 fullorðnir þarna upp í fjallið með bakpoka og nesti í hvernig veðri sem er (það er aldrei mikið rok hér) og koma ekki niður aftur fyrr en um hálf fjögur. Þau fá heitan mat þarna sem eldaður er á staðnum ýmist á hlóðum eða á eldavélinni. Það eru engar girðingar en notuð viss kennileiti sem allir þekkja og þau fara ekki út fyrir þessi kennileiti. Ef eitthver gleymir sér er alltaf eitthvert barn sem galar og minnir viðkomandi á að nú er hann/hún komin út fyrir. Þá tvo daga sem þau ekki eru í skóginum nota hinar eldri deildarnar aðstöðuna og eru þarna. Þær deildir eru jafn lengi úti en aðeins einn dag í viku hver. Svo er svo kallaður dugnaður tvisvar á ári stundum oftar ef þarf á að halda og þá koma allir foreldrar og gera það sem þarf mála, bera eldivið upp í fjall smíða leiktæki og annað sem þarf að gera. Þetta er svokallaður foreldrarekin leikskóli þar sem foreldrar sitja í stjórn skólans ásamt leikskólastjóra. Sveitarfélagið styrkir svo reksturinn með ákveðni upphæð á ári, og miðast sá styrkur við höfðatölu barna.

Ekkert aumingjatal í dag XXXTounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gaman að heyra þetta . Mér virðist þetta vera þroskandi og góður leikskóli.Nei , hvernær ert þú með aumingjatal. Þú heyrist aldrei kvarta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.2.2007 kl. 13:30

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

flottur skóli hjá ykkur gaman væri að skoða þetta skógartjald.

Laugheiður Gunnarsdóttir, 14.2.2007 kl. 17:33

3 identicon

Leikskólinn þinn hljómar alltaf svo vel!    gaman að vera í svona útideild!!

knús Ástfanginn

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband