Bla bla

 

Guðrún hefur verið að leita sér að íbúð til leigu að undanförnu og ekki gengið vel. Hún hefur skoðað fjórar íbúðir sem eru ekki meira en skókassar en eiga samt að leigjast á um og yfir fimm þús. Sem eru rúmlega fimmtíuþúsund ísl. Nú fann hún eina íbúð sem á að leigjast á held ég kr. 5400 og er stærðar íbúð miðað við hinar eða  74 fermetrar, svo við bíðum spenntar eftir svari en hún fær svar á næsta fimmtudag. Eigendur þeirrar íbúðar sem hún er í eru með heimafyrirtæki og vantar lagerpláss þess vegna hefur henni verið sagt upp plássinu þar en hún fékk mjög góðan fyrirvara  eða frá okt  fram á sumar en var jafnframt sagt að þau myndu ekki kasta henni út og hún gæti alveg slappað af. Guðrún og krakkarnir hafa verið með pest og lekur úr öllum gáttum voða gaman Guðrún og Rakel eru orðnar frískar en Róbert er ennþá að stríða í þessu.

Gunnari gengur bara vel í vinnunni vann yfirvinnu í gær og var mjög þreyttur þegar hann kom heim fór að sofa upp úr níu sem er algert undur þegar hann á í hlut.

Ég verð víst að sætta mig við stutta gönguferðir því ég ligg alveg bakk í nokkra daga á eftir löngu ferðirnar. Eftir ferðina að Mosenteret sem var á síðasta fimmtudag hélt ég að þetta væri nú allt í lagi en daginn eftir lá ég í rúminu og laugardaginn líka. Svo það voru farnar stuttar gönguferðir frá mánudegi til næsta fimmtudag. Þá þurfti ég til læknis að ná í lyf sem ég þarf að nota. Og það var svo gott veður að ég labbaði álíkalangan göngutúr á í vikunni á undan ef ekki lengri og fór í heimsókn í leikskólann minn. Það var yndislegt að sjá alla þar skapaði algert kaos í matartímanum þar sem allir ruku frá borðum og þurftu að faðma mig og kyssa og segja mér frá öllu sem þau hafa verið að gera. Eftir þessa yndislegu heimsókn fór ég í búð og verslaði og hringdi svo bara á leigubíl (vandist því þegar mamma og pabbi voru hér). Þegar heim var komið var bílstjórinn svo elskulegur að bera alla pokana alla leið inn í eldhús. Geri aðrir betur.  

Þetta ferðlag hafði sína eftir þanka ég get varla sagt að ég hafi stigið upp úr rúminu síðan. En nú er ég búinn að koma því þannig fyrir að ég get legið við sjónvarpið tek bara dýnuna úr rúminu mín (hún er létt) og legg í sófann. Stilli hana með púðum úr sófanum þannig að ég get setið með góðum stuðningi við bakið og alla björgunarhringina.

Febrúar er mikill afmælismánuður í þessari fjölskyldu allt að 8 einstaklingar sem eiga afmæli í þessum mánuði. Á síðasta sunnudag átti Unnur Ósk frænka afmæli og óska ég henni til hamingju. Hinir fá hamingju óskir þegar að kemur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Elsku Unnur mín. Ég veit að þú passar þig eftir þetta og ferð varlega.

Afmæliskveðja til Unnar Óskar ef hún ér þetta.

Gaman að heyra hve duglegaur Gunnar er. bið að heilsa honum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.2.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

já stuttar gönguferðir eru oft lengri en þú heldur eða segir okkur ,vonandi hressist Róbert fljótlega,Bolli er enn lasin og ég er aðeins að byrja að kvefast en það líður hjá, gangi Guðrúnu vel að leita að íbúð .stærra knús og kossar allir biðja að heilsa

Laugheiður Gunnarsdóttir, 13.2.2007 kl. 11:02

3 identicon

já já stuttar göngu ferðir what ever!

anyway... hehe, nú mun ég hlæja í hvert skiptið sem ég segi þetta orð...!!

farðu varleg mútta mín, en góð hugmynd að setja dýnuna bara við sjónvarpið hehe frábært!   

knús!  til ykkar allra

x

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 22:40

4 identicon

Sæl

Átti kvöldstund með Unni Ósk og sagði hún mér að nú værir þú farin að blogga svo ég googlaði þig upp

Farðu vel með þig gamla   og þú mátt smella á mig pósti á kristin@hannyrdir.is

Kristín Magnúsdóttir

Kristin Magnusdottir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:31

5 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

nei hvað sé ég Kristín Magnúsdóttir bara komin í allri sinni mynd bið að heilsa..

Takk fyrir hringinguna elsku stóra systir.kvitt og knús

Laugheiður Gunnarsdóttir, 14.2.2007 kl. 11:20

6 Smámynd: Unnur Guðrún

þó svo að mér þyki vænt um ykkur öll þá get ég ekki annað sagt að sérstaklega þótti mér vænt um að heyra frá þér Stína, gamla æskuvinkona og takk fyrir innlitið. og þið hin líka. kossar og knús

Unnur Guðrún , 14.2.2007 kl. 11:26

7 Smámynd: Ólafur fannberg

innlit og til hamingju með daginn

Ólafur fannberg, 14.2.2007 kl. 12:41

8 identicon

Og sendu mér nú línur í tölvupósti mín kæra UGG

já Heiða mín ég kíkti líka á þitt blogg

Kristin Magnusdottir (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband