12.2.2007 | 12:03
Framhald af heimsókn M og P
Sjúkrahúsið sá um að panta hin ýmsu hjálpartæki ástarlífsins .............Æ nei það var víst ekki frá þeim hjálpartækjabanka sem þeir pöntuðu. O jæja ......en alla vega þegar ég kom heim af sjúkrahúsinu var komið heim hin ýmsu hjálpartæki. Eins og upphækkað klósett, sérstakur stóll, griptöng, og nokkuð sem kallast sokka klæðari. Ég er nú búinn að kasta öllu þessu til hliðar í dag nema stólnum. Ég gat hvorki klætt mig í sokka eða skó til að byrja með og ekki fékk ég að nota sokkaklæðarann meðan mamma og pappi voru þarna svo ég vandist því að setjast bara í stólin minn og reka tærnar upp í loft og þá komu liðið þjótandi og klæddi mig í sokka og skó þegar þess þurfti.
Hér er Rakel að hjálpa mér í skóna. Reimarnar voru eitthvað að flækjast fyrir henni en langafi sat hjá og kenndi henni þetta. Hún kunni að reima en þetta snéri eitthvað öfugtu fyrir henni.
Ég fékk þau fyrirmæli að reyna að ganga eins mikið og ég treysti mér til og sáu mamma og pabbi um að viðra mig reglulega. Fyrsta ferð var nú varla hægt að nefna sem gönguferð, jú við fórum út gengum í c.a. tíu mín. og þá hafði ég fengið nóg. Þetta var skjalfest og myndað í bak og fyrir.
hér er ég og mamma á gönguleiðinni sem við fórum. Fleirri myndir eru í albúninu undir jól 07
XXX unasa punsa
Athugasemdir
var bara viðruð eins og hundarnir grey kella mín hver viðrar þig núna þegar gömlu eru farin heim .
Laugheiður Gunnarsdóttir, 12.2.2007 kl. 14:36
Aldrei heyrt um sokkaklæðara. Sniðungt tæki hugsa ég. Ég verð nú að leggjast í rúmmið þegar ég klæði mig í sokka. Rek fæturnar hátt upp og þannig gengur það nú.
Þú segir nú ekkert um hvernig batinn geggur. Vonanai vel. Hugsa aðþú viðrir þig bara sjálf samkvæmt því þegar þú fórst í langa göngutúrinn. Þú er ótrúlega duglegþ
Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.2.2007 kl. 15:14
PS. Mamma þín er ekkert hrifin af myndinni sem heitir mamma. Segir að hún sé tekin allt of nálægt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.2.2007 kl. 15:15
hæ múttan mín
sentu mér sokkaklæðarann hehehe ein löt
knús
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.