7.2.2007 | 13:35
Prinsessan á bauninni
Mamma og pabbi voru í heimsókn frá 18 des til 3 jan. Og mikið var nú gott að hafa þau þarna hjá sér. Þau komur sama dag og ég útskrifaðist af spítalanum og voru komin rétt á undan mér heim. Í þessar tvær vikur var ég eins og prinsessan á bauninni í orðsins fyllstu merkingu.
Eftir mikil faðmlög, kossa og knús þurfti prinsessan (ég) að fara að leggja sig enda orðin þreytt eftir langan bíltúr og mikla setu. Ég hafði hækkað rúmmið mitt nokkru áður en ég fór á spítalann og voru tvær dýnur ofan á hvor annarri í rúminu. Sem mér líkaði mjög vel við áður en ég var skorinn upp. Þegar ég leggst upp í rúmmið get ég engan vegin legið, dýnurnar voru of mjúkar. Þá var rokið upp til handa og fóta af móður minni pabba syni og dóttur og prufað að býtta þannig að neðri dýnan væri ofan á og hin undir. Af fyrri reynslu minni vissi ég að sú dýna var með gormum og gæti verið vont að liggja á henni svo ég bað þau að setja teppi ofan á dýnuna svo ég fengi ekki gorman í hrygginn og þá gat prinsessan lagt sig en ekki fór nú neitt vel um hana en hún sagði ekkert.
Um kvöldið þegar mamma og pappi fóru að sofa, en þau sváfu í stofunni pabbi í rúmi bak við sófann sem er gafl og dýna og mamma í sófanum með dýnu ofaná. Ég heyri þau raus mikið og mamma segir þessi dýna væri miklu betri fyrir hana og þau ræða þetta fram og til baka og enn er farið á stað. Ég rifin upp úr rúminu og gormadýnan tekin og dýnan sem mamma hafði, setta í rúmið mitt og dýnan sem pabbi hafði, sett í sófann og hann greyið mátti þola gormadýna.
Ég verð nú að segja að þessi dýna var best og nú gat ég sofið án verulegra vandræða og þau líka svo nú hrutum öll í kór og var söngurinn mikill.
Ég kem til með að segja frá fleiri atriðum frá heimsókn þeirra og uppátækjum á meðan þau voru hér, en ég get ekki setið of legi við tölvuna í einu svo þetta verður í smáskömmtum.
Bryndís dóttir Heiðu systur er 8 ára í dag og óska ég henni til hamingju með daginn.
Athugasemdir
Mikið er gott að þú fékkst réttu dýnuna. Það var efitr þér að segja ekkert. En þú áttir ða gera það. Það verður gaman að lesa áframhald um heimsóknina þeira. Ég hlakka til .
Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.2.2007 kl. 14:53
hahahaha múttan mín þú breytist ekkert!
spennadi að lesa hvað þið tókuð upp á fleira!
knús og kossar
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 22:11
alltaf sami gangurinn á liðinnu því að öllum verður að líða sem best.knús og kvitt
Laugheiður Gunnarsdóttir, 7.2.2007 kl. 23:04
takk fyrir krakkana þetta hentaði liðinu mjög vel og þú ert besta frænka í heimi og þín börn milljón kossar og frá skæruliðunum ,kveðja litla systir
Laugheiður Gunnarsdóttir, 8.2.2007 kl. 12:27
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.2.2007 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.