5.2.2007 | 10:42
Skurðagerðir skrítið fyrirbæri
_Það er svo skrítið með þessar skurðaðgerðir. Það er alveg sama hvað langan tíma aðgerðin tekur þá er eins og hún taki aðeins augnablik fyrir þann sem er skorinn. Allavega þá sem eru svæfðir. Ég man eftir því að mér var rúllað inn á skurðstofu og þar var útskýrt fyrir mér hvernig þetta allt myndir gerast og að ég mætti búast við að vera aum í handleggjum og hnakka eftir á en til þess að draga úr því lægi ég á gel pokum en höfuðið væri á einhverju bla bla bla sem ég skildi ekki hvað var. Svo allt í einu vakna ég og finnst þetta bara hafa verið augnablik og velti fyrir mér hvort hætt hafi verið við aðgerðina. O nei þarna kom hjúkrunarkona og sagði mér að nú væri allt búið og aðgerðin hefði tekist vel og staðið yfir í 3 ½ tíma.
Ég fór nú að athuga hvort ég gæti hreyft tærnar og svona jú jú þær vinkuðu þarna einhverstaðar undir sænginni. Annar var ég svo upp dópuð með slöngur og fínerí út um allt og að í því að sofna og vakna restin af deginum.
Hryggjarliðurinn sem var á flakki var tekin burtu, bútaður niður og notaður sem spelkur um þrjá neðstu hryggjarliðina og utanum það var svo sett járnspelka sem var boltuð niður með 6 bolltum, huggulegt eða þannig. Svo nú kemur vopnaleitartæki flugvalla til að syngja Hallelúja þegar ég fer í ferðalög.
Mér var keyrt niður á deild um kvöldið og þá gat ég send öllum sms um að aðgerðin hefði tekist vel. Gunnar var svo stressaður yfir þessari aðgerð að hann gat ekki mætt í vinnu og hann og Guðrún mundi hvorugt hvað spítalinn hét sem ég var á. Jæja um hádegi daginn eftir losnaði ég við 3 af fimm slöngum, ein slangan var í bakinu sem virkaði sem dren út frá skurðarsvæðinu til að það blóð sem safnast myndi renna út en ekki sitja eftir og jafnvel mynda sýkingu. Jæja um þrjú leitið kom svo sjúkraþjálfi og kenndi mér að setjast upp og standa en ég notaði háa göngugrind þar sem maður getur hvílt armana á fyrstu dagana. Það var voða skrítið að standa upp ég hafði á tilfinningunni að einhver héldi föstu taki um hryggsúluna þarna neðst í hryggnum og myndi þá og þegar lyfta mér upp og kasta mér út í horn eins og gamalli tösku. Þessi tilfinning er bara ný hætt.
Já já nóg um þetta síðan hefur þetta verið að smá koma og eina þjálfunin sem ég má stunda er göngur og léttar æfingar sem ég geri heima. Og í dag næstum tveim mánuðum eftir get ég sagt að ég sé búinn að ná svona 70 til 75% bata. Sem er víst normalt þó svo þolinmæði mín er kannski ekki sammála en bati er bati svo ekki get ég kvartað.
XXX
Athugasemdir
Þetta er heilmikil aðgerð og fyrir þann sem gengur í gegnum þetta er þetta líka heilmikið upplifesli. Gott að þetta gengur vel og þú ert svo dugleg að þú átt eftir að ná þér. Baráttukveðjur Unnur mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.2.2007 kl. 11:33
Var að skoða myndirnar þínar, þú hefur fengið gott vinnuhjú um jólin. Er Gunnar jr. ekki duglegur að hjálpa mömmu sinni?
Frábær gönguleið sem þú hefur innan svona há tré, þyrfti að fá að koma með þér einhvern tíma
Annars var ég að koma úr minni göngu með hundana - 8 gráðu frost rok og engin tré til að skýla svo maður er vel strekktur í framan brrrrrrrrrr ógeðslega kalt.
kv. UÓK
Unnur Ósk , 5.2.2007 kl. 14:33
Var líka að skoða myndirnar. Gaman af þeim.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.2.2007 kl. 17:08
hæ hæ knús!
frábært að sjá myndir! oh mig langar svo að knúsa ykkur öll! flýtið ykkur að koma!
XXX
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 21:10
Pabbi alltaf góður að vaska upp finnst þessar uppþvottavélar hálf leiðinlegar þar sem þær eru,gaman að heyra söguna af sjúkrahúsinu,hviss bæng og bum.
Laugheiður Gunnarsdóttir, 9.2.2007 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.