2.2.2007 | 15:17
Göngugarpurinn mikli :)
Vitið þið hvað ég boraði ekki í nefið i dag heldur tók mér stóran göngutúr alla leið að Mosenteret sem er verslunarmiðstöð c.a. 5 km. leið frá þeim stað sem ég bý. En tók strætó heim og lagði mig í klukkutíma á eftir og ætlaði ekki að geta staðið upp úr rúminu á eftir en er orðin fín núna. Ég var mjög lengi að ganga þetta eða næst um tvo tíma. En þetta er eina æfingin sem ég má geri í augnablikinu svo kannski ég endi niður í Osló fyrir rest, hver veit. Strætó er rúman klukkutíma að keyra þangað svo ég verð sennilega að leggja af stað um kl: 07:00 til að verða kominn fyrir miðnætti þangað.
Gunnar sonur minn er kominn í vinnu hjá fyrirtæki sem heitir ASKO og er töluvert langt í burtu frá okkur. Þetta er vörulagersfyrirtæki sem sendir vörur út í búðir og sjoppur.. Hann þarfa að fara á fætur um hálf fimm til að geta mætt í vinnu kl: 07:00. Það hefur gegnið erfiðlega að fá vinnu fyrir hann og fór hann í lyftarapróf og fékk vinnuna út frá því námskeiði. Hann segist ætla að láta sig hafa það þó það sé langt allt er betra en atvinnuleysi. Hann er mikil lestrarhestur og kemur til með að nýta ferðatíman til lesturs. En hvað haldið þið að það kosti hann að ferðast á milli í vinnuna. Mánaðarkorti sem hann þarfa að kaupa til að komast í rútu og lest í vinnu kostar 18430 kr.(ísl.) Ég vona að hann eigi rétt á einhverjum ferðastyrk, en það á eftir að koma í ljós.
XXX
Athugasemdir
Þetta kallar maður að fara á hraða snigilsins en um að gera að fara rólega af stað.
Mér finnst Gunnar hetja að ferðast svona á milli á hverjum degi, gott hjá honum að láta það ekki stoppa sig í að sækja vinnu.
Farið samt vel með ykkur
Nafna þín
Unnur Ósk , 2.2.2007 kl. 18:49
Farðu varlega elsku Unnur mín. Það skiptir svo miklu máli. Það er samt gott að þú labbar og styrkir þig en þú hefur nú aldrei kunnað að hlífa þér.
Gott að Gunnar fékk þessa vinnu og er svona ánægður. Ég veit að hann mun standa sig vel. Ástarkvðjur J Gaman að sjá Unni Óls þarna líka.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.2.2007 kl. 19:27
vá bara dugleg að skrifa múttan mín!
EN HEY EKKI OFGERA ÞÉR Á ÞESSUM GÖNGUM!!!! þú ert samt dugleg að gera þetta! knús!
Gunnar er hetja og sver sig í ættina! knús til hans!
kiss kiss knús knús
x
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 03:18
takk fyrir innlitið allar þrjár og frábært að sjá að Unnur Ósk er í mbl. blogg liðinu líka.
Unnur Guðrún , 3.2.2007 kl. 10:47
Pabbi og mamma hér.Þú ert aldeilis farin að legga land undir fót ,þú verður líklega farin að vinna mjög fljótlega,svona smá inskot frá pabba gamla,gaman að sjá frá þér svon einkvað á ´blogginu .XXXXXXX þetta eru kossarnir ,bæ
Gunnar Steinþórsson (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 20:09
Þetta er sko systir mínhún lætur ekki stóran bakuppskurð hindra sig í að ganga allan Noreg á enda,enda alltaf kjarnorkukona verið og svo dugleg að skrifa ég fer bara hjá mér enda ekki verið dugleg að skrifa síðan fyrir þorrablót sem reyndar tókst frábærlega, Og eitt hefur þér tekist heillin mín pabbi og mamma að kvitta fyrir á bloginnu ,þú ert kraftaverka manneskja,(heyrið það mammsla og pabbi) þúsund kossar
Laugheiður Gunnarsdóttir, 4.2.2007 kl. 10:46
kossar til ykkar allra
Unnur Guðrún , 5.2.2007 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.