1.2.2007 | 12:34
Brosið til hvers annars
Það þarf voða lítið til að lyfta deginum upp og sjá björtu hliðar lífsins. Ef þú venur þig á, að sjá það jákvæða í því sem gerist í kring um þig. Jákvæður hugsunar gangur og að sjá það jákvæða í því sem er að gerast í kring um þig gerir lífið léttara þó svo allt virðist vera að fara til ansk.....
Þegar börnin mín voru lítil las ég bókina Pollýanna mörgu sinnum fyrir þau (og mig). Í dag er ekki til ein blaðsíða heil í þessari bók svo sundurlesin var hún. Og ég notaði oft og iðulega þemað úr þessari bók bæði fyrir sjálfan mig og til að opna augu barnanna fyrir fegurð lífsins og því jákvæða sem það hefur upp á að bjóða. Þau fengu sinn skerf af erfiðleikum í æsku og var þeim oft erfitt að sjá það jákvæða en oftar en ekki tókst þeim það.
Ef við gefum okkur tíma til að brosa til náungans eða taka vel á móti fólki sem þú mætir, lifir það oft í lengi í hjarta þínu.
Ég man alltaf eftir því hvað það var gott að eiga Jórunni frænku að, sérstaklega þegar ég var í Fjölbreytaskólanum í Breiðholti. Þá skaust maður til hennar þegar lagt var á milli tíma. En hún átti þá heim ekki svo langt frá. Alltaf var tekið vel á móti manni. Jórunn er sérstaklega hjartahlý persóna og sí brosandi. Hér koma nokkur góð orð um bros.
Brosið er fegursta blóm jarðarinnar. (Henrik Wergeland)
Bros: ljós í andlitsglugganum sem sýnir að hjartað er heima. (henry Ward Beecher)
Hrukkur eiga aðeins að gefa til kynna hvar brosið hefur haft aðsetur. (Ethel Barrymore
Brosið kostar minna en rafmagn en ber meiri birtu. (Skoskt máltæki)
Munið svo að brosa elskurnar mínar.
Athugasemdir
Elsku Unnur min. Þetta er svo rétt við eigum að gefa örðum tíma og hlýju það þarf ekki nema bros. Mikið þykir mér vænt um orð þín en það var nú alltaf sjálfsagt að taka á móti þér og öllum úr fjölskyldunni. Man líka hve vel þú tókst á móti mér á Akureyri.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.2.2007 kl. 19:55
múttan mín!
oh ég man sko svo vel eftir pollyönnu! og nota enn leikinn! heldurðu ekki að mr grumpy boots sé ekki að byrja líka hahaha
knús!!!!!
xxx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 09:06
Sko mína skrifar bara á hverjum degi og það bjargar nú deginum hjá mér því þú ert svo langt í burtu,og mig vantar oft að fá að gráta á öxlini á þér eins og í gamla daga Ekki svo að skilja að það sé dagleg þörf ,en þegar annar helmingurinn af systurinni er ekki til staðar hvað á maður þá að gera ég bara spyr.Flott mynd af kusu .hlakka til að kíkja á blogið í framtíðinni stórt knús og kossar litla systir
Laugheiður Gunnarsdóttir, 2.2.2007 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.