Gullkorn, bækkur, og pólitík

 

Í gegn um ævina hef ég lesið slatta af bókum og safnað gullkornum úr þeim. Mikið væri heimurinn dásamlegur ef maður myndi öll þess gullkorn um lífið og tilveruna, þegar maður þarf á þeim að halda. Sum sitja í manni en oft fær maður hestaskjól fyrir augun þegar stressið magnast og tímaþröngin læðist að baki mans.

Hér er eitt sem hjálpar ótrúlega og minnir mann á að stundum þarf maður að leifa lífinu að flæða sinn veg og ekki þrýsta allt og fast eftir útkomunni á því sem maður er að fást við.

     Þegar verkefnin þín virðast svolítið erfið og yfirþyrmandi mundu þá að gera aðeins eitt í einu og það hljóðlega og skipta þér ekki af hinu, því hitt er ekki þér ætlað. Það sem þú kemst ekki yfir verður þú að skilja aftur til Guðs og Hann munn leysa það fyrir þig.
,,Úr bókinni Hinn Kyrri Hugur eftir White Eagle"

Ég er nú að lesa bókin hennar Margrétar Frímannsdóttur en ég fékk hana í jólagjöf. Hún segir mjög skemmtilega frá lífi sínu og starfi sem pólitíkus. Í bókinni kemur mjög skírt fram hversu erfitt það er fyrir konum að ota sinum tota og vera í forsvari fyrir karlaveldinu í hvaða mynd sem er.

Og hverjum er það nú að kenna. Er ekki alltaf verið að reyna að finna sökudólg að öllu sem gerist í lífinu. Mitt álit er að við konur getum einar kennt okkur sjálfum um hvernig er. Við erum margar hverjar of huglausar til að þora að standa í fæturna og fara fram. Margar hafa nú samt gert það og tekist með prýði en fleiri bakkað og látið karlana um þetta.

Svo er það spurningin er það ekki bara betra við stjórnum yfirleitt á bakvið og látið karlana taka fallið ef eitthvað mislukkast. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gott heilræði Unnur mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.1.2007 kl. 14:30

2 identicon

varð að skrifa athugasemd líka!

þú hefur alltaf svo mikið gott að segja     KNÚS!!

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 20:36

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

alltaf sama heygarðshornið elsku stóra systir og svona dugleg að skrifa,hihih varð að segja þetta eftir símtalið í gær.og svo halda áfram það kemur svo margt gott frá  þínu stóra hjarta og láttu þér batna sem fyrst . kær kveðja litla systir

Laugheiður Gunnarsdóttir, 1.2.2007 kl. 11:24

4 Smámynd: Unnur Guðrún

 til ykkar allra

Unnur Guðrún , 1.2.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband