Februar

Nú er Gunni fluttur og er ég nú ein í kotinu. Það er hálf tómlegt hérna og hljótt. Við höfðum borgað ýmislegt sameiginleg og féll sjónvarpið í hans hlut. Manni finnst maður aldrei horfa á sjónvarp, en þegar maður hefur það ekki sér maður hversu háður maður er því. Ég hélt ég væri ekki svona háð þessu apparati, en það er stórt tómarúm í deginum þegar það og Gunnar er ekki til staðar. Ég hef svo sem nóg að gera en sjónvarpið og Gunnar var nokkurskonar bakgrunnshljóð þegar ég var að vinna, læra eða hvað sem er. Gunnar hafði ótrúlega hæfni til að skapa sérstök bakgrunns hljóð fyrir mig, þegar hann var í tölvunni sinn. það var t.d. hlátur, sterkar upphrópanir, (bæði blíðar og ekki svo blíðar), og ótrúlega hröð ásláttar hljóð frá lyklaborðinu hans. Nú er svo hljótt að þegar síminn hringir fæ ég næst um því hjara áfall. það er svo hljótt að ég heyri hjartað slá og silfurskotturnar ganga.

puff þetta hljómar eins og sjónvarpið sé lifandi vera og eitt af börnunum mínum. 

 

Hérna eru svo nokkrar myndir frá einum af túr dögum mínum með fjögurra ára börn, en við förum tvisvar í viku upp í fjall sem heitir snurrefjell og er það þakið skógi. Við höfum þar stórt tjald með viðarofni sem við hitum upp tjaldið með. Börnin velja hvort þau vilji borða við bálblássið úti eð inni í tjaldinu (tjaldið er kalla Lavvoen)

HPIM1265 Á leiðinni upp fjallið. Allir með bakpoka og í verstum.

HPIM1288 Lavvoen

HPIM1275Hérna erum við við bálplássið að borða

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

knús á þig múttan mín, fáðu þér eitthvað til að knúsa... kall, kött, hund þá verður ekki hljóðlegt hehe

knús!!  komdu svo á skype á sunnudag!

K

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 14:20

2 Smámynd: Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir

hver vill koma í veðmál um það hvursu lengi mamma verður án sjónvarps hihihihihihihihihihihihihihihihihihihihihihihi..........

Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 14:13

3 identicon

Hún verður búin að redda sér einhverju fyrir sumarið.

Hermann Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:34

4 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

ja ekki hafið þið mikla trú á henni móður ykkar ,nú verður hún þrjóskari en ands... þið vitið ,

Laugheiður Gunnarsdóttir, 8.2.2009 kl. 21:25

5 Smámynd: Unnur Guðrún

þekkir einhver systur sína.......... nei nei ég ætla að kaupa sjónvarp en ekki fyrr en í mai eða júní. Þetta er góð æfing í sjálfsaga.   



Unnur Guðrún , 10.2.2009 kl. 20:36

6 Smámynd: Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir

hihihihihihihihi.........   







Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 11.2.2009 kl. 15:51

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég heyri að það er gott að hafa Gunnar hjá sér. Góð viðvera.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.2.2009 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband