skert tímaskin

já það er enn og aftur komið nýtt ár. Jólin eru búinn að vera yndisleg. Við vorum nú bara þrjú hérna á Þorláksmessu og aðfangadag. Börnin voru hjá pabba sínum. Venjulega þegar við borðum saman taka börnin mikinn þátt í að laga matinn. Það tekur aðeins lengri tíma með hjálp þeirra en af tíma höfum við nóg. Nú voru þau ekki hérna á aðfangadag, en ég byrjaði samt á svipuðum tíma að dúlla með matinn, og af einhverjum orsökum var maturinn tilbúinn MJÖG snemma. Þegar klukkan var 17:15 sátum við í sófanum inni í stofu búinn að borða OG ganga frá. Við litum á hvort annað og sögðum "eigum við að opna pakkana" Klukkan er ekkert. ....við gerðum það .......Það gekk fljótt......eftir að hafa spilað á spil, horft á sjónvarp í góða stund stóð ég upp og ætlaði að fara að sofa "heyrðu mamma mín sagði Guðrún, þú munt vakna um miðja nótt ef þú ferð að sofa núna hún klukkan er bara hálf átta".    

Jæja ég ætla að vona að tímaskin mitt verði betra á nýju ári.

Og til ykkar allra óska ég ykkur gleðilegs árs og farsældar á nýju ári

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já tímaskynið fer í skammdeginu. Ég býst við að það sé eins þarna.

Gleðilegt nýtt ar Unnur mín. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.1.2009 kl. 15:22

2 Smámynd: Unnur Ósk

Þetta er nú bara álíka spennandi og hjá mér og karlinum.

Vantar mikið þegar vantar smáfólk. Það verður allt betra á nýju ári, hvað annað!!

Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu.

Kveðja

Unnur Ósk , 3.1.2009 kl. 23:17

3 identicon

hahahhahaha

mútta ef þú sérð þetta í dag þá verð ég á skype í kvöld, sendi þér sms

xx

K

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 04:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband