Nú er ég alveg á haus í verkefnum. Það verður haldið upp á fimm ára afmæli leikskólans, og ég er að vinna með allar myndir sem hafa verið teknar af stafsmönnum leikskólans. Ég set þær upp í Photo Story og einnig i PhotoShop. Þetta er ótrúleg vinna og myndirnar um 600 talsins. Svo er ég einnig að vinna að prófverkefni fyrir háskólann. það er skráning með myndbandi sem ég fullvinn i Windows Movie Maker. Þessu öllu þarf að vera lokið fyrir næstu helgi. Svo hef ég verið að gera Animasjon myndband. það set ég hérna þegar ég er búinn með það. það er einnig skóla verkefni.

Núna er ég á hótelherbergi í Stavangers lille Hotel í Stavanger. Kennarinn i háskólanum kallar okkur saman fjarnema til að skerpa á lærdómnum og að gefa okkur tækifæri til að vinna saman í hópum og kynnast innbyrðis sem eru í þessu námi. Þetta er allt mjög spennandi, en einnig mjög krefjandi.

Annars er nú bara allt gott að frétta.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Báðar systurnar á fullu í námi. Það er gaman að heyra. Fullt að gera hjá þér. Gaman verður að sjá animation bandið. Þú ert orðin flink þykir mér. Bestu kveðjur úr Reykjavíkinni.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.11.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

ja systa þú ert lifandi gott að vita og gangi þér vel í náminu,ps eru nokkrir álitlegir karl...... á svæðinu  hihihihhi

Laugheiður Gunnarsdóttir, 16.11.2008 kl. 13:04

3 identicon

knús múttan mín, ég er komin með rafmagn!! yay!!

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband