Rakel og Róbert á flippi


Loksins komin ró

já loksins er farið að róast i kring um mig. það er eins gott þar sem hitinn er kæfandi um 30 gráður aðeins kaldara inni eða 27 gráður. já já maður kvartar þegar kalt er og maður kvartar þegar heitt er. Ég nenni nú ekki að skrifa mikið enda aldrei verið fyrir það. Svo nokkrar línur hér og þar læt ég næga. Jú ég er búinn að kaupa mér sjónvarp. Eitt pínulítið ......ja ........kannski ekki svo lítið það er 46"

og nú sit ég bara og horfi á Imban. Og svo keypti ég gestarúm svo nú get ég tekið á móti fimm mans og allir fengið að sofa í rúmi (+sófa). Svo kumlarar og ættingjar sem hyggjast á flakk til Noregs geta fengið gistingu.  

 Wink


Er hægt að taka mynd af táfílu?

Jæja hvað segið þið um það, er það hægt? Ég fékk þessa spurningu þegar ég var að sína fjögurra ára börnum hvernig maður fer með myndavél og við vorum einnig að ræða um hvað við gætum tekið mynd af. Krakkarnir fá oft að vera með myndavélina og taka mynd af því sem þau vilja. Eftir á tölum við svo um hvað þau voru að tak myndir af. Þá kom oft upp skemmtileg augnablik og fyndnar athugasemdir frá þeim.

það hefur verið svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki gefið mér tíma til að skrifa hér. Ég var að ljúka við ritgerð um hvernig leikskólabörn og starfmenn gætu notað stafrænar frásagnir i leikskólanum. Inn í það fléttast ótrúlega margt, allt frá einfaldri mynd sem er prentuð út og hengd á vegg, og til kvikmyndar og eða animasjon mynd sem hægt er að sýna í samverustund og á foreldrafundum, og eða bara til að hafa gaman af á myndaskermi.

Næsta verk er svo að halda kynningu fyrir stafsmenn leikskólans, i hvernig hægt er að nota myndbandsvél til að skrásetja og til skemmtunar í starfi leikskólans. Ekki síst hvernig á að vinna úr myndunum og nota þær. þetta er einnig lokaverkefnið mitt i skólanum og á ég að skila því í desember. Þetta tekur mikinn tíma sérstaklega þar sem ég læt allar deildir hafa verkefni sem þær eiga að skila af sér fyrir ákveðin tíma og ég þarf að lesa úr þeim og taka viðtal við þá aðila sem framkvæma verkefnin.

Með þessu er svo foreldrafundir með myndasýningu, sumarhátíð, foreldrasamtöl, o.sfr.

jæja en þetta er bara svo gaman og ef maður skipuleggur sig vel og deilir verkefnum til annarra þá gengur þetta fínt. Wink

En svo að sjónvarpsmálum. Ég fór að skoða sjónvörp í gær og sjónvarp sem ég vil kosta 18000 norskar. En sennileg verður niðurstaðan að ég kaupi eitt á 8000 kr. norskar. (kannnnnnnnski)

þetta er nú orðið nokkuð gott i bili.........er það ekki


Februar

Nú er Gunni fluttur og er ég nú ein í kotinu. Það er hálf tómlegt hérna og hljótt. Við höfðum borgað ýmislegt sameiginleg og féll sjónvarpið í hans hlut. Manni finnst maður aldrei horfa á sjónvarp, en þegar maður hefur það ekki sér maður hversu háður maður er því. Ég hélt ég væri ekki svona háð þessu apparati, en það er stórt tómarúm í deginum þegar það og Gunnar er ekki til staðar. Ég hef svo sem nóg að gera en sjónvarpið og Gunnar var nokkurskonar bakgrunnshljóð þegar ég var að vinna, læra eða hvað sem er. Gunnar hafði ótrúlega hæfni til að skapa sérstök bakgrunns hljóð fyrir mig, þegar hann var í tölvunni sinn. það var t.d. hlátur, sterkar upphrópanir, (bæði blíðar og ekki svo blíðar), og ótrúlega hröð ásláttar hljóð frá lyklaborðinu hans. Nú er svo hljótt að þegar síminn hringir fæ ég næst um því hjara áfall. það er svo hljótt að ég heyri hjartað slá og silfurskotturnar ganga.

puff þetta hljómar eins og sjónvarpið sé lifandi vera og eitt af börnunum mínum. 

 

Hérna eru svo nokkrar myndir frá einum af túr dögum mínum með fjögurra ára börn, en við förum tvisvar í viku upp í fjall sem heitir snurrefjell og er það þakið skógi. Við höfum þar stórt tjald með viðarofni sem við hitum upp tjaldið með. Börnin velja hvort þau vilji borða við bálblássið úti eð inni í tjaldinu (tjaldið er kalla Lavvoen)

HPIM1265 Á leiðinni upp fjallið. Allir með bakpoka og í verstum.

HPIM1288 Lavvoen

HPIM1275Hérna erum við við bálplássið að borða

 


skert tímaskin

já það er enn og aftur komið nýtt ár. Jólin eru búinn að vera yndisleg. Við vorum nú bara þrjú hérna á Þorláksmessu og aðfangadag. Börnin voru hjá pabba sínum. Venjulega þegar við borðum saman taka börnin mikinn þátt í að laga matinn. Það tekur aðeins lengri tíma með hjálp þeirra en af tíma höfum við nóg. Nú voru þau ekki hérna á aðfangadag, en ég byrjaði samt á svipuðum tíma að dúlla með matinn, og af einhverjum orsökum var maturinn tilbúinn MJÖG snemma. Þegar klukkan var 17:15 sátum við í sófanum inni í stofu búinn að borða OG ganga frá. Við litum á hvort annað og sögðum "eigum við að opna pakkana" Klukkan er ekkert. ....við gerðum það .......Það gekk fljótt......eftir að hafa spilað á spil, horft á sjónvarp í góða stund stóð ég upp og ætlaði að fara að sofa "heyrðu mamma mín sagði Guðrún, þú munt vakna um miðja nótt ef þú ferð að sofa núna hún klukkan er bara hálf átta".    

Jæja ég ætla að vona að tímaskin mitt verði betra á nýju ári.

Og til ykkar allra óska ég ykkur gleðilegs árs og farsældar á nýju ári

 


Gleðileg jól

    j0283728    j0283731  j0283731  j0283731   j0283731     j0283729

null                     Smella á slóð og jólakort birtist 

http://www.happychristmastoyou.com/c.php?f=Dec081229593214417&p=r

 j0283729         j0283731j0283731  j0283731    j0283731     j0283728       


Galdrabrennur hafnar á ný á Íslandi

það að finna sökudólginn í þessari fjármálakreppu virðist vera það mikilvægasta um þessar mundir. Það virðist sem tíðin endurtaki sig í sífellu og nornaveiðar eru hafnar á ný. Og ef við þurfum endilega að finna sökudólg þá ættum við að stoppa örlítið og líta í eigin barm. Við höfum lifað um efni fram i mörg ár og erum að kenna á því núna.

  • Allir sem hafa kreditkort: Lifa um efni fram og eru þar af leiðandi sökudólgar
  • Allir sem hafa lán: Lifa um efni fram og eru þar af leiðandi sökudólgar.

Þegar búið er að kasta öllum þessum á galdrabrennuna. (að mér meðtaldri)  Hverjir eru þá eftir?

Það er afar sorglegt að einu fréttirnar sem maður heyrir frá Íslandi eru "Harmakvein og óeirðir". Kannski Bretarnir höfðu rétt í að við erum "hryðjuverkamenn".

Nú reynir á sem aldrei fyrr að við stöndum saman, hvar sem við erum stödd í stjórnmálum og finnum lausn á vandanum. En ekki einblína á vandann sjálfan. Við vitum hvað vandamálið er, lausnina þurfum við að finna saman.

 Ein í ham.


anim. Kvikmynd aldarinnar

Vona þið deyið ekki úr leiðindum við að horfa á þetta. Ég er alveg viss um að Ragnar frændi minn hefur eitt og annað að segja um hvað ég hefði geta gert betur. en hérn er hún mín fyrsta Animasjon

 mynd Ju húuuuuuu

 

 


  Nú er ég alveg á haus í verkefnum. Það verður haldið upp á fimm ára afmæli leikskólans, og ég er að vinna með allar myndir sem hafa verið teknar af stafsmönnum leikskólans. Ég set þær upp í Photo Story og einnig i PhotoShop. Þetta er ótrúleg vinna og myndirnar um 600 talsins. Svo er ég einnig að vinna að prófverkefni fyrir háskólann. það er skráning með myndbandi sem ég fullvinn i Windows Movie Maker. Þessu öllu þarf að vera lokið fyrir næstu helgi. Svo hef ég verið að gera Animasjon myndband. það set ég hérna þegar ég er búinn með það. það er einnig skóla verkefni.

Núna er ég á hótelherbergi í Stavangers lille Hotel í Stavanger. Kennarinn i háskólanum kallar okkur saman fjarnema til að skerpa á lærdómnum og að gefa okkur tækifæri til að vinna saman í hópum og kynnast innbyrðis sem eru í þessu námi. Þetta er allt mjög spennandi, en einnig mjög krefjandi.

Annars er nú bara allt gott að frétta.



Hamagangur á hóli

Það er nú meir lætin í heiminum. Íslendingar orðnir Hryðjuverkjamenn, og Norðmenn spyrja mikið um hvort við Íslendingar svelti ekki, þar sem við fáum ekki mat erlendis frá. Og hvort landsflóttinn komi ekki til að stóraukast. Og svo framvegis. Ástandið er alvarlegt það er engin vafi, en við megum ekki gefast upp og leggjast í hí. Það hjálpar ekki.

Og úr einu i annað.  Ég er á hvolfi i verkefnum bæði í Norskunáminu og i háskólanum. Í háskólanum á ég að laga video mynd. Og á þetta að vera atferlisskráning. Það væri allt í lagi ef þetta ætti bara að vera vidoe mynd en ég þarf að skrifa ritgerð með sem segir frá ferlinu frá a til ö.

Þetta er allt voða spennandi. skrifa meira seinna.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband